Hin árlega Hríseyjarhátíð verður haldin um helgina þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hápunktinum verður náð á laugardagskvöld með varðeldi og kvöldvöku þar sem sjálfur Bjartmar Guðlaugsson stýrir fjöldasöng, ásamt fleirum.
Hríseyjarhátíðin hefst föstudaginn 13. júlí með því að nokkrir Hríseyingar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa heim í görðunum sínum. Upplagt er að rölta á milli garðanna og njóta gestrisni og samvista við skemmtilegt fólk í fallegu umhverfi. Einnig verða óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Aðaldagskráin er laugardaginn 14. júlí og er þá í boði dagskrá frá hádegi og fram á kvöld, sem felst í fjöruferð með Skralla trúð, dráttavélaferðum, boltafjör/vatnsbolta, BMX brós, gömludansaball, tónlist og fleira. Boðið verður upp á aðgang að leiktækjum. Að venju endar hátíðin á kvöldvöku á sviðinu, varðeldi og brekkusöng. Hátíðin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferjuáætlun og þjónustu má nálgast á og á www.hrisey.net.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis.
Dagskrá 2019:
Hátíðin hefst með garðakaffi á föstudeginum kl. 15.00- 18.00, þá bjóða íbúar og sumarhúsaeigendur gestum og gangandi í kaffi í görðunum sínum. Í ár eru það sex staðir sem bjóða upp á garðakaffi. Óvissuferð fullorðinna verður á sínum stað á föstudagskvöldið.
Á laugardeginum verður kvenfélagið með sína árlegu kaffisölu á hátíðarsvæðinu, Skralli trúður fer í sína síðustu fjöruferð, Stúlli og Danni taka lagið á sviðinu, María Reyndal og Hrafnhildur Orradóttir verða með stuð og leiki fyrir 12 ára og eldri, kvöldvaka þar sem Bjartmar Guðlaugsson kemur fram ásamt fleirum eftir kvöldvökuna er síðan brekkusöngur og varðeldur að venju.
Föstudagur 12. júlí
Kl. 15.00-18.00 Kaffi í görðum
Kl. 18.00 Óvissuferð barna
Kl. 22.00 Óvissuferð með Hjálmari Erni
Laugardagur 13. júlí
Kl. 13.00 Dagskrá hefst
– Kaffisala kvenfélagsins – Traktorsferðir um þorpið – Leikir og sprell í Íþróttamiðstöðinni – Gömludansaball – Hríseyjarmót í Pönnufótbolta – Tónlistaratriði á sviðinu – Stúlli og Danni – Fjöruferð með Skralla Trúð – Ratleikur – Hópakstur dráttarvéla
Kl. 21.00 Kvöldvaka
– Bjartmar Guðlaugsson ásamt fleirum. Varðeldur og brekkusöngur.
Nánari upplýsingar um hátíðina.