Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Aldrei verið meiri líkur á að smástirni rekist á jörðina – Á við 500 kjarnorkusprengjur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkurnar á að smástirnið „borgareyðirinn“, sem talið er að muni leggja leið sína í átt að jörðu innan áratugarins, muni lenda á jörðinni, hefur nú hækkað en hættan er meiri en nokkurn tímann áður í mannkynssögunni, eða síðan síðast skall á jörðinni smástirni og eyddi risaeðlunum.

Smástirnið 2024 YR4 hreyfist um þessar mundir í öfuga átt við plánetuna okkar og er statt í krabbastjörnumerkinu. En NASA gerir ráð fyrir að hinn 100 metra breiði bergklumpur muni breyta um stefnu á næstu árum og koma aftur á svið jarðar árið 2032, hugsanlega lenda á plánetunni og koma af stað sprengingu á við 500 kjarnorkusprengjur.

NASA hefur ítrekað endurmetið líkurnar á að YR4 lendi á plánetu okkar á næstu sjö árum og þar til í gær var hlutfallið 2,6 prósent, 0,1 prósent undir því hæsta í sögunni. Innan við sólarhring eftir að það hlutfall var hækkað, hefur geimferðastofnunin hins vegar hækkað það enn einu sinni, sem gerir það nú líklegasta skráða smástirnið til að rekast á jörðina.

Hlutfallið setur hættuna á árekstri fyrir ofan smástirnið 99942 Apophis, „Guð glundroða“, sem uppgötvaðist árið 2004 og var gefið 2,7 prósent líkur á að lenda á jörðinni árið 2029. Rannsóknarmiðstöð NASA sem rannsakar mögulega árekstra við jörðina (CNEOS) hækkaði opinberlega hættuna á árekstri árið 2032 um 0,4 prósent á einni nóttu upp í 3,1 prósent líkur.

Hlutfallið þýðir um það bil að líkurnar á árekstri sé einn á móti 32, sem þýðir að þó líkurnar hafi verið hækkaðar, er enn mjög ólíklegt að það lendi á plánetunni. Breytingin var gerð eftir að stjörnufræðingar gátu gert ítarlegri athuganir á hugsanlegri braut geimfyrirbærsins, þó að það sé enn í tugþúsunda kílómetra í burtu.

Ef það lendir á jörðinni, telja vísindamenn að það gæti lent með hugsanlegri orkulosun 7,7 megatonna af TNT, nægu afli til að jafna borg við jörðu. Auk þess að spá fyrir um hugsanlega tímalínu fyrir mögulegum árekstur YR4, hafa embættismenn einnig kortlagt hvar hluturinn gæti að lokum lent.

- Auglýsing -

NASA telur að smástirnið gæti lent hvar sem er á stórri landræmu sem spannar þúsundir kílómetra, með hugsanlegum árekstrasvæðum, þar á meðal Kyrrahafinu, norðurhluta Suður-Ameríku, Atlantshafinu og Afríku.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -