Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Bubbi og Frikki Dór styðja fórnarlömb þjóðarmorðsins á Gaza

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórtónleikar verða haldnir í Háskólabíói laugardaginn 1. mars kl. 14:00. Ágóði af miðasölunni rennur í verkefnið Gervifætur til Gaza.

Laugardaginn 1. mars efni Félagið Ísland-Palestína til stórtónleika í Háskólabíó þar sem fram koma Bubbi, GDRN, Friðrik Dór, Jón Jónsson, KK og Ellen og hljómsveitin FLOTT!

Samkvæmt fréttatilkynning mun ágóði af miðasölu renna í verkefnið Gervifætur til Gaza sem stofnað var til í samstarfi Össurar Kristinssonar og Félagsins Ísland – Palestína. Frá árinu 2009 hafa verið farnar nokkrar ferðir með efni í gervifætur sem Össur Kristinsson heitinn hannaði og fór hann sjálfur í fyrstu ferðina með gervifætur til Gaza. Sjaldan hefur þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu verið meiri á Gaza en nú eftir stanslausar sprengjuárásir síðustu 15 mánuði. Þúsundir barna og fullorðinna hafa misst útlimi og þarfnast gervilima. Félagið Ísland-Palestína stefnir á að senda hið fyrsta stoðtækjasmið til Gaza og efni í gervifætur fyrir 100 börn og 100 fullorðna. Félagið mun njóta velvildar og stuðnings Össurar ehf. til að hrinda þessu verkefni í gang að nýju.

Hvetur félagið félagsmenn til að fjölmenna á þessa glæsilegu tónleika og leggja þar með þessari mikilvægu söfnun félagsins lið.

Miðaverð er 5900 kr.
Miðasala fer fram hér

Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína
Kt. 520188-1349 Banki: 542-26-6990

Hér má lesa um verkefnið Gervifætur til Gaza:

Meira um Gervifótaverkefni Félagsins Ísland-Palestínu i samstarfi við Össur og ALPC:

Frumkvöðullinn Össur Kristinsson fór fyrstu ferðina með gervifætur til Gaza í maí 2009, ásamt stoðtækjasmiðunum Óskari Þór og Johan Snyder frá Suður-Afríku. Ferðin var farin í samvinnu við Félagið Ísland-Palestína, sem hélt síðan verkefninu áfram, en ævinlega með stuðningi Össurar. ALPC (Artificial Legs and Polio Center), Gervilimastöðin á Gaza, hefur verið samstarfsaðili félagsins á svæðinu frá fyrstu tíð. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og fyrrverandi formaður FÍP hefur séð um þetta verkefni af hálfu FÍP frá upphafi en fór þangað síðast haustið 2018 með efni í gervifætur og þá með aðstoð PCRF (Palestínska Barnahjálparsjóðsins) við að komast inn á svæðið. Nú kallar ástand mála meir en nokkru sinni á að gervifætur séu sendir til Gaza, en uppfinning Össurar felur í sér að hægt er að smíða gervilim á klukkustund við hvaða aðstæður sem er. FÍP mun með stuðningi Össurar ehf. fara eins fljótt og aðstæður leyfa með efni í 100 gervifætur fyrir börn og 100 fyrir fullorðna. Óskar Þór Lárusson mun smíða og leiðbeina eins og áður.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -