Föstudagur 21. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Enginn vorkennir Dóra DNA: „Nú þarf ég að byrja upp á nýtt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn og grínistinn Dóri DNA er að flytja en hann setti húsið sitt í Skerjafirði nýverið á sölu. Miðað við nýjasta pistil hans á samfélagsmiðlum virðist hann hafa selt það fljótt og örugglega en hann er ekki glaður með að þurfa flytja.

„Ég stend í flutningum núna. Sem er eitthvað það erfiðasta sem hægt er að gera eftir þrítugt. Og það allra versta við það er að það vorkennir manni enginn,“ sagði rapparinn um flutninga. „Ég bjóst aldrei við því að flytja aftur, ég sá ekkert nema gömlu íbúðina okkar – ég elskaði að hanga þar. En nú þarf ég að byrja upp á nýtt og búa til góðan stað til að hanga á.“

Hékk með gömlu fólki

„Ég er örlaga hangari. Elska að hanga. Sem barn hékk ég eiginlega bara með gömlu fólki sem útskýrir kannski persónuleika minn í dag. Seinna þegar ég fór að hanga einn – þá áttaði ég mig á því að sumir staðir eru búnir þessum hangs-göldrum á meðan aðrir, sama hvað er eytt í þá – eru og verða það aldrei staðir til að hanga á.

Ég man sérstaklega eftir snóker og spilatækjasal sem var staðsettur á neðstu hæðinni í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Kjuðinn. Ég var 12 ára og var skíthræddur við krakkana sem dældu fimmtíu körlum í Virtual Superstar Soccer og Street Fighter. Það var meira að segja reykt inni þarna.“

Dóri rifjar einnig upp þegar Pizzabær flutti úr Þverholtinu í Kjarnann í Mosfellsbæ. Hann segir að sá staður hafi verið kjörinn til hangs.

- Auglýsing -

„Ég veit ekki alveg hvað einkennir góða hangs location – ætli það sé ekki það sama og einkennir gott borgarrými,“ heldur Halldór áfram. „Staðnum þarf að vera vel við haldið, hann þarf að vera upplýstur, helst að staðurinn sé stefnumót margra kynslóða með mismunandi erindi – en umfram allt þarf einhver að elska staðinn. Kjuðinn eins hræðilegur og hann var kannski í endurliti var samt sem áður elskaður af eigendum og gestum, Pizzabær var það líka þar til hann var seldur til stórrar keðju – keðjan elskaði ekki staðinn, og í kjölfarið gestirnir ekki heldur.“

Dóri vill eitthvað alvöru

„Nú mun eitthvað glæsilegt rísa í hlaði gamla bæjarins á Blikastöðum. Ekki bara einhver þjónustukjarni sem klastraður saman í kringum stálgrindarhús, heldur eitthvað alvöru, eitthvað sem hefur verið elskað í gegnum tíðina.

- Auglýsing -

Mig langar rosalega mikið að taka spjallið við bæjarbúa og bara þá sem hafa einhverja sýn. Samtalið er hafið, það eru margar góðar hugmyndir og pælingar komnar í púkkið. En mikill vill meira, og hér eins og sagt var í Þverholti árið 1999 – eru menn að leggja metnað í hangsið.“

Í lokin hvetur Dóri fólk til að hafa samband við sig ef það er með einhverjar góðar hugmyndir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -