DJ Khaled er orðinn nýjast stjarnan til að fá afhenta óhugnanlega líkkistu heim til sín í Flórída. Áður hafði Tekashi 6ix9ine fengið slíka sendingu á höfðingjasetur sitt nokkrum dögum fyrr.
Hin óhuggulega líkkista var send að heimili Khaleds í Miami síðastliðinn laugardag, af tveimur manneskjum sem keyrðu trukki til öryggisvarðar, og sögðust vera frá sendingarfyrirtæki, samkvæmt lögregluskýrslu.
Eftir að þeim var gefið leyfi óku þeir tveir að eign Khaleds og lögðu hina svörtu líkkistu fyrir utan hlið hans. Skreytt yfir kistuna voru orðin „RIP OVO“ og „RIP Drake“ með hvítum stöfum ásamt krossi á hvolfi.
Lögreglan segir að parið hafi fallið á hnén til að biðja fyrir framan kistuna áður en þau stukku aftur í trukkinn sinn og óku af stað. Lögreglan segir að vörðurinn hafi látið eyðileggja kistunni og henda henni í ruslið.
Athygli vekur að Drake og Khaled voru félagar, en nýlega slettist upp á vinskapinn eftir að Drake skrifaði athugasemd við samfélagsmiðlafærslu Khaled, þar sem plötusnúðurinn sagði að Drake yrði á tveimur lögum á nýju plötu hans. Þessu neitaði Drake.
Tveimur dögum áður fékk Tekashi, rappari sem árið 2015 var dæmdur fyrir barnaníð, og sem býr einnig í Flórída, svipaða kistu fyrir utan heimili sitt. Kistan var afhent á sama hátt af tveimur mönnum í Teslu.
Kistan var skreytt með orðum, þar á meðal „RIP King Von“. Tekashi hafði verið í langvarandi rifrildum við Von, sem var skotinn til bana árið 2020 í Atlanta.
TMZ sýndi líkamsmyndavélarupptökur frá lögreglumönnum sem sjást koma fyrir utan heimili Tekashi og tala við bróður 69, sem fann kistuna. Regnbogahærði rapparinn var ekki heima á þeim tíma en bróðir hans var það og hann virtist vera sýnilega skelfdur.
Ein löggan tekur fram að Tekashi sé undir smásjá alríkislögreglunnar þar sem hann er enn á skilorði vegna sakamáls síns í New York. Eins og flestir vita, bar hann vitni fyrir alríkisdómstóli gegn meðlimum fyrrverandi gengis síns, en hann neitaði síðar að fara í vitnavernd og stofnaði þannig lífi sínu í hættu.
Þrátt fyrir þetta virðast lögregluyfirvöld á Miami Beach og lögreglustjóranum í Palm Beach engan áhuga hafa á því að elta uppi hverjir sökudólgarnir séu í kistumálinu, en TMZ hefur það eftir lögreglumönnum að hvorugt atvikið sé í rannsökun.