Fólk notar ýmsar leiðir til að vekja athygli á sér á Tinder en ekki er í boði að nota einkennisfatnað lögreglunar til þess samkvæmt lögreglumanninum Guðmundi Fylkissyni.
„Af gefnu tilefni þá er ekki heimilt að nota einkennisfatnað lögreglu til svona einkanota,“ skrifar Guðmundur í Facebook-hóp þar sem fólk sem vill taka þátt í kvikmyndagerð sem aukaleikarar kemur saman og sækist eftir hlutverkum.
Guðmundur birti einnig skjáskot af stefnumótaforritinu Tinder þar sem ungur maður íklæddur lögreglufatnaði reynir að heilla mögulega maka.
„Ég skrifa hér fyrir hönd Lögregluminjasafnsins, en við sjáum um útleigu á fatnaði og búnaði til nota í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Eins er það ábending til framleiðanda að ítreka þetta við þá sem klæðst slíkum fatnaði vegna verkefna fyrir þá.“