Laugardagur 22. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Einstaklingur í annarlegu ástandi hrækti á lögreglumenn – Fundu ökumann í fjöru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun en alls voru bókuð 89 mál í kerfum lögreglu á tímabilinu. Fjórir gista í fangaklefa. Hér koma nokkur dæmi um verkefni lögreglunnar.

Tilkynning barst lögreglunni sem sér um Austurbæ, miðbæinn, Vesturbæinn og Seltjarnarnes, um aðila sem var að áreita fólk í verslun. Einstaklingurinn lét sig hverfa úr búðinni um leið og hringt var á lögreglu. Lögreglumenn frá sömu lögreglustöðinni handtók þrjá ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur.

Þá var einstaklingur handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgarn en hann var ekki talinn í ástandi til þess að vera á meðal almennings. Var hann vistaður í fangaklefa þar sem hann hrækti á lögreglumenn.

Líkamsárás var tilkynnt í miðbænum en gerandi lét sig hverfa af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn.

Brotist var inn í verslun í miðbæ Reykjavíkur en málið er í rannsókn.

Lögreglan sem annast verkefni í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi handtók tvo ökumenn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sama lögregla aðstoðaði ökumann sem hafði fest sig út í fjöru í utanvegaakstri.

Lögreglustöðinni sem þjónustar Kópavog og Breiðholt barst tilkynning um þjófnað í verslun en málið var afgreitt á vettvangi.

- Auglýsing -

Þá var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en þegar betur var að gáð, reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum.

Sama lögregla aðstoðaði leigubílstjóra vegna farþega og þrír ökumenn voru handteknir vegna gruns um ölvunarakstur.

Tilkynning barst sömu lögreglustöð vegna líkamsárásar en ofbeldisaðilinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á vettvang. Málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

Lögreglan sem annast verkefni í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ fékk tilkynningu um þjófnað en sá grunaði í málinu fannst stuttu síðar. Var hann með þýfið meðferðis en það var handlagt og komið til eiganda.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -