Laugardagur 22. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

„Mikið væri gott, að þeir sem töpuðu völdum í síðustu kosningum, fari að venjast hlutskipti sínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Get ekki annað en dáðst af tiltrú þingmanna fyrrverandi ríkisstjórnarflokka á núverandi ríkisstjórn.  Innan við 100 dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á hún að hafa komið öllu í gegn sem flokkum þessara þingmanna mistókst að gera á 7 árum! Ég er ekki einu sinni viss um, að þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar telji sig og sitt fólk vera svona ofurmenni.“ Þannig hefst færsla Marínós G. Njálssonar, fyrrverandi formanns Hagsmunasamtaka Heimilanna sem hann birti á Facebook í gær.

Í færslunni gagnrýnir hann fyrrverandi ríkisstjórn Íslands harðlega. Hann hélt áfram:

„Mikið væri gott, að þeir sem töpuðu völdum í síðustu kosningum, fari að venjast hlutskipti sínu.  Það er flott að gera meiri kröfur til núverandi ríkisstjórnar en þeirrar sem sat síðustu sjö ár.  Sýnir að þingmenn minnihlutans hafi mikinn metnað til stórra verka.  Endilega haldið því áfram.  Gætið þó sanngirni og heiðarleika í málflutningi ykkar, því það lítur kjánalega út að saka núverandi stjórnvöld um geta ekki framkvæmt á 100 dögum sem síðustu ríkisstjórn, með ykkar flokka innanborðs, tókst ekki að afreka á eitthvað yfir 2500 dögum.  Flest, ef ekki öll gagnrýni núna á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar, hittir nefnilega ykkar flokka heima. “

Marínó telur að lokum upp þau mál sem hann segir síðustu ríkisstjórn ekki hafa getað klárað á sjö árum og bíði nýju ríkisstjórnarinnar:

„Það þyrfti ekki að byggja upp úrræði í geðheilbrigðismálum, ef fyrri ríkisstjórn hefði sinnt þeim málum. 

Það þyrfti ekki að greiða upp innviðaskuld í vegamálum, ef fyrri ríkisstjórn hefði sinnt þeim málum.

- Auglýsing -

Það væru ekki kjaradeilur í skólakerfinu, ef fyrri ríkisstjórn hefði sinnt þeim málum.

Það væri ekki skortur á húsnæði á skikkanlegu verði, ef fyrri ríkisstjórn hefði sinnt þeim málum.

Verðbólga væri skikkanleg og vextir hóflegir, ef fyrri ríkisstjórn hefði tekið á þeim málum.

- Auglýsing -

Og kannski væri bara við völd ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG, ef ríkisstjórn síðustu sjö ára hefði staðið undir sömu kröfum og gerðar eru til núverandi. Hver veit?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -