Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt í fyrradag eina eftirminnilegustu ræðu Alþingis í nokkur ár þegar hann ræddi lengi um áfasta tappa á plastflöskum. Jóni finnst þeir skelfilegir.
„Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ sagði Jón Pétur. Þá sagði hann einnig að tapparnir geti valdið ofþornun eldri borgara, aukið álag á Landspítalann og eyðileggi veislur.
En við spurðum lesendur Mannlífs: Draga áfastir tappar úr þér lífsviljann?
Niðurstaðan er sú að áfastir tappar draga ekki lífsviljann úr rúmum 55%