Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Valkyrjur bæði innan vallar og utan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda um allan heim. En framganga liðsmanna utan vallar hefur ekki síður vakið aðdáun og eftirtekt og komið af stað löngu tímabærri umræðu um jafnrétti kynjanna.

Bandaríska liðið tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn með verskulduðum 2:0 sigri á Hollandi. Þótt liðið hafi mörg undanfarin ár skarað fram úr þá hefur athyglin á liðinu og leikmönnum þess aldrei verið meiri. Það má ekki síst þakka sterkum karakterum á borð verið fyrirliðana Megan Rapinoe og Alax Morgan.

Fjaðrafokið byrjaði þegar Rapinoe var spurð að því hvort hún myndi þiggja boð í Hvíta húsið færi svo að liðið yrði heimsmeistari. Hún hélt nú ekki og sagðist ekki ætla að fara í „fjandans Hvíta húsið“, en hún hefur lýst andúð sinni á stefnu Donalds Trump í málefnum LBGT fólks. Síðar sagði hún að það væri ekki hægt að vinna stórmót án samkynhneigðra leikmanna.

Trump móðgaðist illilega við þetta og svaraði Rapinoe á Twitter. Sagði hann að Rapinoe ætti að hætta að tala og ljúka verkinu á vellinum. Hún svaraði því heldur betur, leiddi liðið í úrslitaleikinn og kórónaði frábæra frammistöðu á mótinu með því að skora í úrslitaleiknum.

Þess er nú beðið hvort að bandaríska liðið fái boð um að mæta í Hvíta húsið en ekkert hefur heyrst af slíku boði ennþá. Bandarískir fjölmiðlar hafa rifjað upp að ekki liðu nema nokkrar mínútur frá því Tiger Woods vann Masters risamótið í golfi þar til Trump óskaði honum til hamingju á Twitter og bauð honum í heimsókn. Hann beið hins vegar í nokkra klukkutíma með að óska bandarísku konunum til hamingju en þeirri kveðju fylgdi ekki boð um heimsókn.

Liðsmenn bandaríska liðsins eru staðráðnar í því að nýta meðbyrinn sem þær hafa til að koma gagnrýni sinni á framfæri. Þær hafa verið ötular að benda á það misrétti sem viðgengist hefur innan knattspyrnunnar, bæði heima fyrir og á alþjóða vettvangi. Þær hafa þegar höfðað mál gegn eigin knattspyrnusambandi í því skyni að fá sömu greiðslur fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum og karlalandsliðið. Þær fá einungis brot af því sem karlarnir frá, þrátt fyrir að státa af mun betri árangri á vellinum.

Þá hafa þær bandarísku gagnrýnt FIFA og saka sambandið um að vanvirða kvennaknattspyrnu. Dæmi um slíka vanvirðingu er að úrslitaleikur HM var leikinn sama dag og úrslitaleikirnir í Afríkukeppninni og Suður-Ameríkubikarnum hjá körlunum.

- Auglýsing -

Þeim bandarísku hefur tekist að færa umræðuna um kynbundinn launamun út í hina opinberu umræðu. Svo mjög að þegar leikmenn voru að gera sig klára til að taka á móti bikarnum hófu áhorfendur á Parc Olympique Lyonnais, bandarískir jafnt sem hollenskir, að kyrja „equal pay, epual pay“, málstað bandarísku kvennanna til stuðnings.

Jafnvel Donald Trump sagðist vilja sjá konur fá sömu greiðslur og karlana en bætti þó við að það þyrfti einnig að horfa á hvaðan tekjurnar kæmu. Hvort Trump sé upplýstur um það eða ekki, þá er staðreyndin einmitt sú að kvennalandsliðið halar inn meiri tekjur en karlalandsliðið. Ekki bara eru tekjurnar af miðasölu hærri, heldur eru sjónvarpsáhorfendur fleiri og landsliðstreyjur kvennaliðsins seljast mun betur en karlaliðsins samkvæmt tölum frá Nike.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -