Mánudagur 24. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Bubbi varar við svikurum: „Reyna komast yfir pening“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistargoðsögnin Bubbi Morthens kallar ekki allt ömmu sína en hann hefur verið að glíma við svikahrappa undanfarið sem þykjast vera tónlistarmaðurinn magnaði til að hafa pening af aðdáendum.

„En og aftur að gefnu tilefnni það eru tvær síður hér á fésinu sem tilheyra mér þessi og svo hinin opinbera,“ skrifar Bubbi á Facebook-síðu sína.

„Síða sem er auðkend með blárri stjörnu þessi síða er með um 5000 meðlimi hin er með eithvað í kringum 17-18 þúsund það eru nokkrar síður þarna með myndum af mér og fólki mínu það eru óprútnir aðilar sem eru að pretta fólk reyna komast yfir pening eða annað sumar hafa náð í smá fjölda til sín það er engin leið að mèr virðist til að stöðva þetta þannig það eru instagram prófílar 1-2 núna og kringum 3 prófílar a fésinu sem eru með front sem lúkkar með myndum af börnum mínum eginkonu af okkur saman og allt það hinsvegar kemur strax í ljós þegar samskifti hefjast á bjagaðri íslensku að ekki er allt sem sýnist mér þykir leiðinleg ef einhverjir láta glepjast.“

Bubbi er svo sannarlega ekki eini sem lent hefur í þessu en svikahrappar um heim allan eru þekktir fyrir að reyna þykjast vera frægt fólk til að hafa af öðrum pening. Ekki er þó algent að slíkt komi upp á Íslandi en Bubbi virðist því miður vera eitt af fórnarlömbum þessara glæpamanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -