Mánudagur 24. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Sema fær tvær milljónir til að rannsaka einelti byggt fordómum: „Svo hægt sé að þróa forvarnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baráttukonan Sema Erla Serdaroglu er ein þeirra sem hefur fengið styrk frá íslenska ríkinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. Óskað var eftir umsóknum um verkefni sem vinna gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun og notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám.

Áhersla var lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk og þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að virkri lýðræðisþátttöku jafnt í félagasamtökum sem og stjórnmálum.

Samskipti við foreldra

„Eigindleg viðtalsrannsókn sem byggir á samtölum við ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur reynslu og upplifun af einelti sem byggir á kynþátta- og menningarfordómum. Markmiðið er að bera kennsl á birtingarmyndir, tíðni og mögulegar afleiðingar eineltis sem byggir á kynþáttahyggju, skapa þannig þekkingu svo hægt sé að þróa forvarnir og inngrip í slíkt einelti á vettvangi skóla- og frítímastarfi í þeim tilgangi að sporna gegn því,“ segir í lýsingu á verkefni Semu en hún hefur verið brautryðjandi í baráttu gegn kynþáttafordómum á Íslandi á undanförnum árum.

Sema var þó ekki ein sem hlaut styrk en Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hlaut einnig styrk og var sá 1,9 milljónir. Verkefni hennar er ætlað er til að stuðla að notkun íslensku í samskiptum foreldra sem ekki eiga íslensku að móðurmáli við leikskóla barna sinna. Þá fékk Kvennaskólinn í Reykjavík eina milljón fyrir fræðslu um fjölmenningu, samskipti og inngildingu sem tekur á ýmsu sem hefur verið að gerast í hópi ungmenna að undanförnu. Alls voru veittar 51 milljóna króna og skiptust þær á 20 verkefni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -