Mánudagur 24. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Vinafólk Egils frá Venesúela fær ekki að búa hér á landi: „Þau eru ekki byrði á neinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason hefur áhyggjur af vinafólki hans og eiginkonu hans, en þau eru frá Venesúaela en fá ekki leyfi til að búa hér á landi.

Venesúelabúar eru nokkuð áberandi á Íslandi um þessar mundir en þeir eru þekktir fyrir eljusemi og dugnað. Þetta veit fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason en hann hefur áhyggjur af hjónum frá Venesúela sem eru vinafólk hans og eiginkonu hans, Sigurveigar en þau flúðu heimalandið á sínum tíma og vildu freista gæfunnar hér á landi. Færslan hefst á eftirfarandi hátt:

„Hvað er hægt að gera? Tomasso og Analis, vinir okkar Sigurveigar frá Venesúela, þrá ekkert heitar en að búa á Íslandi. Þau komu hingað sem flóttamenn þegar Íslendingar opnuðu landamærin fyrir Venesúelabúum, þurftu að fara úr landi þegar stefnunni var breytt en komu svo aftur í von um að geta fengið atvinnuleyfi. Ferðamannaáritun þeirra rennur út í marsbyrjun.“

Egill hefur ekkert nema gott að segja um þau Tomasso og Analis:

„Þau eru heiðarleg, mjög dugleg, hjálpsöm, kunna til margra verka og eru svona undarlega hrifin af Íslandi. Sjá ekkert nema gott í landi og þjóð. En fá barasta ekki að vera hérna. Gætu orðið svo nýtir borgarar, eru til í að gera svo margt, læra svo margt.. Nú neyðast þau til að snúa aftur til Venesúela þar sem er engin framtíð fyrir þau, einræði, ofbeldi og fátækt.“

Að lokum segist Egill vera mjög sorgmæddur yfir ástandinu:

- Auglýsing -

„Kvíðinn leynir sér ekki þótt þau séu glaðvær og beri sig vel. Við eigum erfitt með að tala um þetta. Ég er afar sorgmæddur og endurtek: Hvað er hægt að gera? Það eina sem þau vantar er leyfi til að vinna og framfleyta sér á Íslandi. Þau eru ekki byrði á neinum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -