Hárgreiðslustílisti Kylie Jenner og annarra stórstjarna lést óvænt um helgina.
Jesus Guerrero, sem starfaði fyrir fjölda Hollywood-stjarna, þar á meðal, Kylie, Jennifer Lopez og Katy Perry, lést um helgina, en systir hans staðfesti það á GoFundMe-færslu.
Hún skrifaði „Jesus lærði að vinna hörðum höndum og dreymdi um að fara með hæfileika sína á toppinn. Því miður kom fráfall hans mjög skyndilega og óvænt.“ Hún segir að fjölskyldan sé nú að vinna að gistingu fyrir sig á meðan þau vinna í því að koma líki hans heim til Houston. Hún sagði ekki frá því hvernig bróðir hennar dó.

Jesus byrjaði að vinna með Kylie árið 2019 og þau tvö urðu mjög nánir vinir í gegnum árin og deildu þónokkrum myndum saman á samfélagsmiðlum.
Förðurnarmeistari Kylie til fjölda ára, Ariel Tejada, deildi virðingavotti sínum á Instagram þegar hann skrifaði: „Í gærkvöldi upplifði ég versta og mest skerandi sársauka sem ég hef nokkurn tíma fundið þegar ég komst að því að þú fórst frá okkur @jesushair. Fjölskyldan er ekki alltaf bara úthlutað við fæðingu, stundum er hún valin og þú varst útvalda fjölskyldan mín.“
Ariel gaf 5.000 dollara í GoFundMe-söfnunina fyrir Jesus. Mario Dedivanovic, fyrrverandi förðunarmeistari og vinur Kim Kardashian, gaf 1.000 dollara og áhrifavaldurinn Trisha Paytas gaf einnig 1.000 dollara.
Jesus var aðeins 34 ára gamall.