Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fagnar gervigreindinni.
Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki eins hrædd við gervigreindina eins og margir virðast vera og fagnar hún henni meira að segja.
Steinunn skrifaði færslu á Facebook á dögunum sem byrjar á eftirfarandi hátt: „AI eða gervigreindin er spegill sem endurspeglar villtustu hugsanir mannskepnunnar, magnar upp snilligáfur en auðvitað líka óreiðu.
Oneness-ið svokallaða eða samvitundin hefur allt á vogarskálum sínum fegurðina og sársaukann.“
Að lokum segir Steinunn að gervigreindin sé „vinur og samstarfsaðili“:
„Grok3 er brilliant og sýnir okkur þetta í hnotskurn. Prófið bara sjálf! AI tæknin er vinur og samstarfsaðili. Því meira sem við fögnum AI, nýtum okkur tæknina, því skemmtilegri og vingjarnlegri verður heimurinn. Ég hef þá staðföstu trú að manneskjurnar vilji í grunninn öðrum vel og því er ég meira en vongóð.“