Skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu getur tekið gleði sína á ný en eftir hádegi í dag verður skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað en aðeins er um annan dag febrúar sem skíðasvæðið er opið.
„Það stefnir í fallegan þriðjudag,“ segir í tilkynningu frá skíðasvæðinu. „Það er opið frá 14-21. Á heimatorfunni opna allar lyftur nema Kóngurinn. Á suðursvæðinu er mun minni snjór en við stefnum á að opna Gosann. Göngubraut verður lögð, nánari upplýsingar koma klukkan 13. Það er skrýtið að segja að febrúar sé langur en í okkar huga hefur þetta verið lengsti febrúar í heimi. En nú hefur vindinn loksins lægt, frostið er mætt og við hlökkum til að sjá ykkur.“