Lögreglan í Kólumbíu stöðvaði mann sem reyndi að smygla kókaíni í hárkollu en maðurinn var á leið til Amsterdam. Talið er að virði efnanna sem fundust í hárkollunni sé 1,4 milljónir króna en maðurinn sem var handtekinn er 40 ára gamall. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stóð til að hann myndi fljúga frá Rafael Núñez flugvellinum í Cartagena og um hafi verið ræða sirka 400 neysluskammta af kókaíni. Maðurinn hefur komið áður við sögu lögreglunnar í Kólumbíu en hann hefur í tvígang verið dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl og hefur nú verið ákærður fyrir þetta tilvik. Ekki hefur tekist að tengja manninn við nein ákveðin glæpasamtök en grunur leikur á að maðurinn sé burðardýr fyrir þekkta glæpamenn þar í landi.