Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Par neyddist til að sitja við hlið látinnar konu í 13 tíma flugi: „Þokkalega átakanlegt að horfa á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Par sem fór í draumafrí til Feneyja var skilið eftir í tárum eftir að hafa verið neydd til að sitja við hlið konu sem hafði látist í fluginu.

Mitchell Ring og Jennifer Colin sögðu í samtali við fjölmiðla að það hafi verið „þokkalega átakanlegt“ að horfa á þegar áhöfnin reyndi árangurslaust að bjarga konunni sem hafði hnigið niður í ganginum eftir að hafa farið á klósettið í flugi Qatar Airways frá Melbourne í Ástralíu til Doha í Katar.

Parið var í sjokki eftir flugið.

„Því miður var ekki hægt að bjarga konunni, sem var þokkalega átakanlegt að horfa á,“ útskýrði Ring. „Þeir fóru til að reyna að hreyfa hana, þeir komu með þennan stól niður … og þeir settu hana í stólinn og reyndu að keyra hana upp í átt að viðskiptafarrýminu. En hún var frekar stór kona og þeir komu henni ekki í gegnum ganginn.“

Colin, sem var þegar smeyk við að fljúga, var boðið af öðrum farþega að færa sig og setjast við hliðina á þeim, og skildi hún Ring eftir einan með líkið það sem eftir var af 13 og hálfs tíma fluginu.

Til að gera illt verra neyddist parið til að bíða, jafnvel eftir að flugvélin hafði lent í Doha, á meðan lögregla og læknar fóru um borð. Hann sagði að þeir hafi fjarlægt teppin af andliti hennar og hafið skoðun á henni á meðan parið sat enn í sætum sínum.

Ring sagði í samtali við A Current Affair: „Þetta var ekki gott. Þeim ber skylda til að sýna viðskiptavinum sínum og starfsfólki aðgát, það ætti að hafa samband við okkur til að ganga úr skugga um, vantar þig aðstoð, þarftu einhverja ráðgjöf? Ég veit ekki alveg hvernig mér líður og langar að tala við einhvern til að ganga úr skugga um að ég sé í lagi.“

- Auglýsing -

Parið segir að atvikið hafi spillt draumafríi þeirra til Feneyja. Þau eru enn á Ítalíu áður en þau snúa aftur til Ástralíu. Colin sagði: „Ég er að reyna að gera það besta úr frekar erfiðum aðstæðum, en þú veist, við erum í fríi svo við erum virkilega að reyna að skemmta okkur vel.“

Parið bókaði flug Qatar Airways í gegnum Qantas. Talskona Qantas sagði við fjölmiðla: „Colin bókaði flugmiða í gegnum Qantas og ferðaðist með Qatar Airways, samstarfsaðila Oneworld Alliance. Ferlið við að meðhöndla atvik um borð í flugvél sem þessari er stjórnað af flugfélaginu, sem í þessu tilfelli er Qatar Airways.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -