Í nútíma samfélagi þar sem réttarríkið og mannréttindi eru hornsteinar lýðræðisins, er óumdeilanlegt að tryggja að menn sem eru grunaðir um refsiverðan verknað fái sanngjarna málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður vekja langvarandi rannsóknir og fjársvelti til löggæslu upp miklar spurningar, ekki síst þegar þjóðin sjálf er að standa í stríðsrekstri sem krefst tugi milljarða króna.
Er ekki kominn tími á að við sem samfélag byrjum að taka til heima hjá okkur og hættum þessari minnimáttarkennd?
Endurskoðun á sakamálarannsóknum
Í grein eftir Hildur Sverrisdóttir er lagt til að settur verði hámarkstími á sakamálarannsóknir, sönnunarbyrði færð yfir á lögreglu og tryggðar bætur fyrir óhóflega langar rannsóknir. Eftir að ár hefur liðið frá upphafi rannsóknar, þarf lögregla að fá dómstólaheimild til að halda áfram. Slíkar breytingar eru grundvallaratriði til að koma í veg fyrir óréttláta meðferð og draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem langvarandi rannsóknir hafa á menn með réttarstöðu sakbornings, þar sem þeim er haldið í gíslingu.
Fjárhagsleg þversöng
Við stöndum frammi fyrir mótsögninni þar sem ríkið fjársveltir löggæslu en ver tugum milljarða í stríðsrekstur. Það að taka þátt í fjárhagslegum stuðning við hernaðaraðgerðir á meðan löggæslan er fjársvelt, er eins galið og hægt er. Er ekki kominn tími á að við sem þjóð endurskoðum forgangsröðunina og leggjum aukið fé í að tryggja innviði samfélagsins og réttindi borgara.
Áhrif og afleiðingar
Langvarandi og ómarkvissar rannsóknir ásamt fjársvelti til löggæslu er ekki aðeins óréttlátt gagnvart einstaklingum sem lifa í óvissu, heldur dregur það úr trausti á stjórnvöld og réttarkerfið í heild sinni. Við verðum að spyrja okkur hvort fjárfestingar í stríðsrekstri séu réttlætanlegar miðað við þær grundvallarþarfir sem við vanrækjum innanlands.
Niðurstaða
Íslenska samfélagið stendur frammi fyrir áskorun að endurmeta hvernig fjármunum er forgangsraðað. Með því að setja skýrari ramma um rannsóknir sakamála hjá lögreglu getum við byggt upp samfélag sem virðir mannréttindi og býður upp á réttlæti og öryggi fyrir alla. Það er kominn tími til að við sem samfélag stöndum saman í baráttunni fyrir réttlæti. Við verðum að hætta að flagga fánanum á endalausum stríðsrekstri og forgangsraða fjármunum í þágu þjóðar.
Ólafur Ágúst Hraundal
Höfundur er lífskúnstner