Þeir tónlistamenn sem koma fram á tónleikunum eru Bubbi Morthens, GDRN, Friðrik Dór og Jón Jónssynir, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Systur og FLOTT.
Í viðburðarlýsingunni á Facebook kemur fram að Bubbi muni frumflytja nýtt lag á tónleikunum en ágóðinn af miðasölunni rennur í verkefnið Gervifætur til Gaza. Verkefnið var stofnað í samstarfi Össurar Kristinssonar og Félagsins Ísland-Palestína en frá árinu 2009 hafa verið farnar nokkrar fætur með efni í gervifætur sem Össur heitinn hannað. Fór hann sjálfur í fyrstu ferðina með gervifætur til Gaza. Í viðburðarlýsingunni segir ennfremur:
„Sjaldan hefur þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu verið meiri á Gaza en nú eftir stanslausar sprengjuárásir síðustu 15 mánuði. Þúsundir barna og fullorðinna hafa misst útlimi og þarfnast gervilima. Félagið Ísland-Palestína stefnir á að senda hið fyrsta stoðtækjasmið til Gaza og efni í gervifætur fyrir 100 börn og 100 fullorðna. Félagið mun njóta velvildar og stuðnings Össurar ehf. til að hrinda þessu verkefni af stað að nýju.“