Miðvikudagur 26. febrúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi: „Sýndist þau nálgast mjög hratt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson náði á síðustu stundu að koma í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi í gær.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson segir frá atviki á Facebook sem hann varð vitni að af hendi ökuníðings í slæmu skyggni á Sandgerðisvegi í gær. Í færslunni, sem vakið hefur athygli, segir Björn frá því er hann og eiginkona hans voru á leið til Sandgerðis eftir vel heppnaða borgarferð, þegar ökuníðingur kom aðsvífandi fyrir aftan þau:

„Náði því miður ekki númerinu!

Vorum í dag á Sandgerðisvegi á heimleið eftir vel heppnaða ferð til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.

Ók á tæplega 90 kílómetra hraða og sá framundan tvo bíla nálgast á leið frá Sandgerði, væntanlega á svipuðum hraða og ég var á.

Sá bílljós í baksýnis speglinum og sýndist þau nálgast mjög hratt, en skyggni var ekki sérlega gott.“

- Auglýsing -

Það sem Björn gerði næst kom að öllum líkindum í veg fyrir stórslys:

„Hægði ósjálfrátt á rafmagnsdósinni.

Ökuníðingurinn á eftir mér þeyttist framúr, mín ágiskun er að hann hafi ekið á um 150 kílómetra hraða í slabbinu á veginum og hársbreidd munaði að hann lenti framan á fyrri bílnum sem kom úr gagnstæðri átt.

- Auglýsing -

Ef ég hefði ekki hægt á Kíunni hefði þarna orðið stórslys.

Plássið sem ökuníðingurinn hafði til að smeygja sínum bíl fram fyrir okkar bíl mælist frekar í sentimetrum en metrum.

Þetta var rosalegt og því miður náði ég ekki númeri hvíta fólksbílsins til að geta haft upp á nafni ökuníðingsins sem var í þessum dráps leiðangri.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -