Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar, hefur ekki setið auðum höndum síðan hann missti oddvitasæti sitt í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokknum árið 2018 en hann hefur verið forstjóri Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. undanfarin ár.
Það hefur þó ekki gengið sem skyldi að öllu leyti því að Skatturinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2023 að félagið hafi ekki alveg farið rétt að skattamálum, svo vægt sé til orða tekið. Félaginu var á endanum gert að borga rúmlega 100 milljónir króna að ógleymdum vöxtum.
Halldór tók ekki vel í það og ákvað félagið að kæra íslenska ríkið enda myndi félag undir hans stjórn aldrei stinga undan skatti. Það gekk ekki betur en svo að Héraðsdómur Reykjavíkur tók undir með skattayfirvöldum í dómi sínum í fyrradag. Óvíst er hvað tekur við hjá Halldóri en hann hefur ennþá tíma til bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum …