Helgi Steinar Karlsson múrarameistari er látinn en hann var 88 ára gamall. Morgunblaðið greindi frá andláti hans. Helgi fæddist í Reykjavík árið 1936 og voru foreldrar hans Karl Jóhannesson og Guðbjörg Fanney Sigurjónsdóttir. Hann fékk múrarameistararéttindi árið 1964 eftir að hafa lokið sveinsprófi fimm árum fyrr. Hann var þekktur innan bransans og var áratugum saman formaður Múrarafélags Reykjavíkur og var einnig formaður Múrararsambands Íslands. Múraraiðn stóð Helga nærri og var hann virkur þátttakandi í menntun múrara í gegnum ævina og tók þátt í lyfta byggingariðnaði á Íslandi á hærra stig en áður þekktist. Þá var hann mikill Sjálfstæðismaður og tók iðulega þátt í starfi flokksins og sat um tíma í stjórn eldri Sjálfstæðismanna. Helgi lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.