Alls voru 59 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Tveir gista fangageymslu vegna rannsókna mála. Hér má sjá nokkur brot af þeim málum sem upp komu á tímabilinu.
Lögreglan sem sinnir Austurbæ, Vesturbæ, miðborgina og Seltjarnarnes, hafði afskipti af réttindalausum ökumanni. Stuttu seinna var annar ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann keyrði á 118 km hraða þar sem aðeins mátti keyra á 80 km að hámarki. Örstuttu síðar mældist annar ökuníðingur á sama vegkafla á 117 km hraða. Enn einn ökufantur var svo stöðvaður skömmu síðar en sá var á 122 km hraða. Allt kostar þetta háar sektir svo ekki sé minnst á hættuna sem skapast er ekið er svo hratt í þeim akstursskilyrðum sem eru á svæðinu, samkvæmt því sem segir í dagbók lögreglunnar.
Þá var einn vistaður í fangageymslu vegna líkamsárásar og almenns ónæðis en lögreglan vonar að ástandið á manninum verði betra í dag.
Eftir miðnætti hafði lögreglan afskipti af enn einum ökuníðingnum en hann mældist á 118 km hraða, þar sem hámarkshraði var 80. Annar ökumaður var einnig stöðvaður en sá reyndist réttindalaus.
Lögreglan sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ fékk tilkynningu um umferðaróhapp en önnur bifreiðin var óökufær eftir óhappið. Meiðli voru minniháttar ef einhver, segir í dagbókarfærslunni. Þá var höfð afskipti af ökumanni vegna gruns um ölvun við akstur.