Föstudagur 28. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Egill minnist Borisar Spassky: „Birtist sem heiðursmaður, kurteis og alúðlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason minnist Borisar Spassky, sem lést í gær.

Rússneski skákmeistarinn Boris Spassky lést í gær, 88 ára að aldri en fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason minnist hans í Facebook-færslu sem hefst á eftirfarandi hátt:

„Flestir á Íslandi hneigðust til að halda með Bobby Fischer í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1972. Hann var frá Bandaríkjunum, nokkuð ævintýraleg persóna, undrabarn, en Boris Spasskí var frá Sovétríkjunum, partur af sovéska skákskólanum sem hafði yfirburði á taflborðinu um langt skeið. Sovéska skákin virkaði eins og vél. En svo komu þeir til landsins.“

Segir Egill að Fischer hafi þótt erfiður en Spassky aftur á móti alúðlegur:

„Fischer reyndist duttlungafullur og erfiður og ekki að öllu leyti viðkunnanlegur. Spasskí birtist hins vegar sem heiðursmaður, kurteis og alúðlegur. Við börnin fylgdumst með honum spila tennis við Melaskólann; hann bjó hinum megin við torgið á Hótel Sögu. Þjóðin tók ástfóstri við hann. Það var líka greinilegt að Spasskí leið ekki vel i hinni sovésku maskínu – hann var heldur aldrei kommúnisti. Þannig að margir byrjuðu að halda með Spasskí.“

Að lokum segir Egill að þó að Spassky hafi verið lakari skákmaður en Fischer, hafi Íslendingar minnst á hann með hlýju:

- Auglýsing -

„Hins vegar var eiginlega alltaf ljóst að Spasskí var lakari skákmaður; hann hafði hvorki snilligáfu né þrótt Fischers. En frá hinu æsilega sumri 1972 minntist fólk á Íslandi hans með hlýju – hrokkinhærður, vel klæddur, prúðmannlegur. Og nú eru þeir báðir látnir sem háðu hið heimssögulega einvígi – frægasta skákviðburð sögunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -