Uppreisnarmaðurinn Matthew Huttle var einn af mörgum sem hafði verið dæmdur í fangelsi eftir að hafa tekið þátt í árás múgs sem studdi Donald Trump á þinghúsið í Washington D.C. árið 2021 eftir forsetakosningar þar í landi. Hann var nýlega náðaður af Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, og var sleppt úr fangelsi.
Huttle var þó ekki lengi að koma sér í vandræði en í janúar á þessu ári var hann stoppaður í Indiana fyrir of hraðan akstur. Hann var að aka á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 88. Lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann reyndi að útskýra málið fyrir Huttle en hann hafði misst bílprófið sitt og verið ítrekað tekinn fyrir að keyra án löglegs ökuskírteinis.
Í upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns sést Huttle hlaupa í átt að bíl sínum til að ná í byssu sem var í honum og öskrar hann í leiðinni að hann ætli að skjóta sjálfan sig í hausinn. Lögreglumaðurinn reyndi að stöðva Huttle en þurfti á endanum að draga upp byssu sína og skjóta hann. Huttle lést af sárum sínum og eftir rannsókn á atvikinu var komist að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn hafi brugðist rétt við.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.