Fyrsta bókin sem Þorgrímur Þráinsson skrifaði fyrir eldri lesendahópi endurútgefin.
„Vegna mikillar eftirspurnar er skáldsagan Allt hold er hey eftir Þorgrím Þráinsson nú loks fáanleg aftur,“ segir í fréttatilkynningu Forlagsins. Bókin kom upphaflega út árið 2004 og er fyrsta bók Þorgríms ætluð eldri lesendahópi.
Efnivið sögunnar fékk Þorgrímur að handan, þekktur miðill setti sig í samband við hann árið 1992 og bað Þorgrím um að segja sögu ungrar konu sem lést fyrir rúmlega 200 árum síðan.
Bókin fékk góðar viðtökur á sínum tíma meðal gagnrýnenda og lesanda en hefur lengi verið ófáanleg í bókabúðum landsins.
Mynd / Aldís Pálsdóttir