Eftir mikla og spennandi baráttu milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins er ljóst að Guðrún Hafsteindóttir er nýr formaður flokksins.
Greint var frá þessu á landsfundi flokksins fyrir stuttu. Guðrún hlaut 50,11% greiddra atkvæða.
1862 greiddu atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæði Guðrúnar. Aðrir fengu 15 atkvæði.
Guðrún Hafsteindóttir var kjörin á Alþingi árið 2021 og hefur verið dómsmálaráðherra árin 2023–2024.
Hennar bíður nú það erfiða hlutaverk að rífa flokkinn upp en hann hefur aldrei verið jafn óvinsæll í sögu sinni og einmitt núna ef marka má síðustu alþingiskosningar.