Ungur íslenskur spennufíkill komst í fréttirnar í Danmörku þegar hann yfirbugaði bankaræningja.
Brynjar Jökull Elíasson, þá 27 ára, var staddur á mótorhjóli sínu á rauðu ljósi í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 29. apríl árið 1999, þegar hann verð var við fimm hettuklædda menn koma hlaupandi út úr banka og stökkva upp á skellinöðrur. Beið hann ekki boðanna heldur hentist strax af stað á eftir tveimur þeirra, þar sem honum þótti greinilega að um bankaræningja væri að ræða. Sagði hann ræningjana ekki hafa haft neitt í mótorhjólið hans, þar sem hann kæmist mun hraðar en þeir.

Með einstakri snerpu náði Brynjar Jökull að þvingja ræningjana tvo út í vegkant þar til þeir klesstu á kyrrstæða bifreið. Hljóp annar þeirra á brott en hinn lá eftir í götunni, dasaður eftir höggið. Sagði Brynjar Jökull að lítið mál hefði verið að halda manninum, þar sem þetta hafi verið „fimmtán ára auli“. Hlaupagikkurinn hljóp alla leið heim til sín með ránsfenginn en lögreglan fann þýfið undir sófa hjá foreldrum hans. Pabbi Brynjars Jökuls var ekki hissa af hetjudáð sonarins og kallaði hann „spennufikil“.
Hér má lesa frétt DV um málið:
Hetjudáð Íslendings í Kaupmannahöfn:
Hreinræktaðir aular – segir Brynjar Jökull um bankaræningjana sem hann yfirbugaði
Þegar ég tók af mér hjálminn hentu þeir frá sér byssunum. Þetta voru hreinræktaðir aular,“ sagði Brynjar Jökull Elíasson sem var eitt helsta fréttaefni danskra fjölmiðla i gær eftir að hafa yfirbugað bankaræningja með fáheyrðri snerpu. Brynjar var á Suzuki 1100 mótorhjóli sínu á rauðu ljósi gegnt Den Danske Bank á Vesterbrogade 162 í Kaupmannahöfn og skimaði eftir stæði þegar hann sá fimm hettuklædda pilta koma hlaupandi úr úr bankanum. „Það fór ekkert á milli mála að þetta var bankarán. Mennirnir stukku upp á skellinöðrur og brunuðu á braut eftir að hafa skipt liði. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um heldur sneri Súkkunni á staðnum og elti tvo ræningjanna. Þeir höfðu ekkert í mig að gera því nöðrurnar þeirra komast ekki nema upp í 80. Mitt hjól kemst í 250,“ sagði Brynjar Jökull sem beitti lagni og þvingaði ræningjana út í vegkant með þeim afleiðingum að þeir skullu báðir á kyrrstæða bifreið. Hafði eltingaleikurinn þá borist upp á Amerikavej og aðeins staðið í nokkrar mínútur. Annar mannanna hljóp á brott en hinn lá í götunni, ringlaður eftir fallið. „Það var lítið mál að halda honum. Þetta var fimmtán ára auli og þegar byssan hans var skoðuð kom í ljós að hún var skotlaus. Hinn hljóp heim til sín með alla peningana og þar fann lögreglan hann skömmu síðar,“ sagði Brynjar Jökull. í dönskum blöðum í gær er greint frá því að lögreglan hafi fundið ránsfenginn í Valby, undir sófa á heimili foreldra drengsins sem lagði á flótta; nákvæmlega 457 þúsund danskar krónur. Enn vantar því 20 þúsund danskar krónur af fengnum. í gær leitaði danska lögreglan enn að þremur félögum piltanna sem þátt tóku í ráninu og voru þeir ófundnir þegar síðast fréttist. „Ég hélt nú ekki sérstaklega upp á daginn í gær og hef ekki fengið neina viðurkenningu fyrir þetta. Það birtist þó mynd afmér á blaðsíðu 3 í síðdegisblaðinu BT í dag,“ sagði Brynjar Jökull sem nú er kallaður „den islandske helt“ af vinnufélögum sínum. Brynjar Jökull vinnur við skurðgröft alls konar í Kaupmannahöfn á vegum dansks fyrirtækis og grefur aðallega með skóflu. Hann hefur búið ytra í fjögur ár, er 27 ára og fráskilinn. Elías Ragnarsson, starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, er faðir Brynjars og segir að afrek sonar síns hafi ekki komið sér svo mjög á óvart: „Þama er stráknum vel lýst. Hann er spennufíkill.“

og Terje litla.