Að venju var ýmislegt að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en greint er frá því helsta í dagbók hennar. Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Múlahverfi en ekki liggur fyrir hver þjófurinn er. Þá var ekki sagt um hvaða verslun var að ræða. Skráningarmerki var fjarlægt af bíll þar sem hann var ótryggður. Þá vantaði einnig framrúðu í bílinn. Ökumaður var stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu ljósi. Þá var rann bíll á aðra bifreið í miðbænum vegna þess að ökumaður og farþegi voru að slást inn í bílnum. Þeir voru báðir handteknir. Þá velti einn bíll í Árbænum og var ökumaðurinn fluttur á bráðamóttöku.