Þriðjudagur 4. mars, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Riddarar tilnefndu kærleiksmenn Höllu forseta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og greint var frá í síðustu viku í fjölmiðlum efndi Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til fundar um karlmennsku og kærleik og var karlmönnum á ýmsum aldri og úr ólíkum hópum samfélagsins boðið til fundarins.

„Umræðufundurinn var haldinn í formi kærleikshrings og undir merkjum riddara kærleikans, en það er hreyfing sem fór af stað eftir að forseti efndi til sambærilegs umræðufundar á Bessastöðum í september 2024. Kveikjan að þeim fundi var ákall aðstandenda Bryndísar Klöru Birgisdóttur um að heiðra minningu hennar með því að gera kærleikann að eina vopninu í íslensku samfélagi,“ segir um fundinn á vefsíðu forsetaembættisins.

Mannlíf sendi embættinu fyrirspurn til að fá nánari skýringar á hvað fór fram á fundinum, hverjum var boðið og af hverju.

Grasrótarriddarar

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu mættu þeir Agnar Bragason, Alexander Aron Guðjónsson, Aron Can, Ágúst Beinteinn Árnason, Álfur Birkir Bjarnason, Álfgrímur Aðalsteinsson, Ásmundur Einar Daðason, Bergur Ebbi Benediktsson, Birkir Óli Júlíusson, Bjarki Bergmann Isaksen, Brynjar Steinn Gylfason ,Eggert Benedikt Guðmundsson, Ingólfur Snorrason, Jón Gnarr, Jónas Sigurðsson, Kristján Jensson, Tolli Morthens, Viðar Halldórsson, Þorgrímur Þráinsson, Þorlákur Helgi Þorgrímsson og Þráinn Farestveit á fundinn.

En á hvað forsendum var þessum mönnum boðið?

„Horft var til þess að í umræðunum kæmi fram breidd sjónarmiða og að hópurinn væri því samsettur af körlum á öllum aldri, úr ólíkum áttum með fjölbreytilega innsýn og reynslu,“ sagði í svari Unu Sighvatsdóttur, ráðgjafa forseta Íslands, um málið.

- Auglýsing -

Hvernig var staðið að valinu á þessum einstaklingum sem var boðið?

„Tillögur að þáttakendum komu að mestu í gegnum grasrótarstarf í nafni riddara kærleikans en einnig frá forseta og starfsfólki embættisins. Í sumum tilfellum voru þátttakendur beðnir um að tilnefna aðra. Þá höfðu sumir haft samband við forsetaembættið að fyrra bragði og óskað eftir fundi með forseta til að ræða tengd málefni.“

Hvert var markmið fundarins og náðist það markmið?

- Auglýsing -

„Rætt var um andlega líðan ungmenna í samfélagi nútímans og mögulegar leiðir til að ráðast að rót vandans og hafa áhrif til góðs í þeim málaflokki. Sérstaklega var horft til stöðu ungra karla,“ sagði Una. „Já, á fundinum fór fram einlægt og lærdómsríkt samtal.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -