Það getur verið gott að eiga góða og fjársterka vini. Því miður eiga ekki allir Valdimar Víðisson sem vin en FH-ingar geta þakkað nýjum bæjarstjóra Hafnarfjarðar fyrir að hafa bjargað félaginu frá sennilegu gjaldþroti. Hafnarfjörður tilkynnti fyrir stuttu að hann myndi greiða félaginu rúman milljarð fyrir Skessuna, sem er knatthús FH, en stærstur hluti af því er yfirtaka skulda. Skrifað var undir samning þess efnis í fyrradag.
Réttast hefði verið að skófla út öllum sem hafa komið nálægt ákvarðanatöku fyrir félagið á undanförnum árum og þá sérstaklega bræðrunum Viðari Halldórssyni og Jóni Rúnari Halldórssyni. Allir sem þekkja til vita að þeir líta á FH sem sína eign og slíkt getur ekki talist heilbrigt, ekki einu sinni í Hafnarfirði.
En langbesta lausnin hefði verið hreinlega að setja skilyrði fyrir því að félagið keppti framvegis undir merkjum Hauka eða fara í þrot. Þá hefðu FH-ingar allavega reynt að girða sig í brók …