Þinghald er hafið á ný í sakamáli sem tengist útlánastarfssemi Landsbankans í Lúxemborg á árunum fyrir bankahrun. Björgólfur Guðmundsson er meðal sakborninga ásamt átta öðrum æðstu stjórnendum bankans. Vörn fer fram næstu daga. Björgólfur var ekki á staðnum þegar þinghald hófst skömmu eftir hádegi í Frakklandi.
Réttarhöldin snúa að fasteignalánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti hóp fólks. Flest eru í eldri kantinum og áttu nokkrar fasteignir. Málið er sakamál en lántakendur Landsbankans eru hluti af málinu.
Það vakti athygli í maí þegar Björgólfur Guðmundsson gekk út úr dómssal ásamt lögmönnum sínum. Hann hafði verið kallaður til að bera vitni fyrir dómnum.
Eva Joly, ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara, á árunum eftir hrun starfar fyrir lántakendur sem telja bankann, undir stjórn Björgólfs, hafa brotið á rétti sínum. Verjendur sakborninga hafa ítrekað gagnrýnt stöðu Evu Joly í málinu.
Í framsögu verjanda kom fram að mál saksóknara sé sett fram með slíkum hætti að gefið sé til kynna að um skipulagða glæpastarfssemi hafi verið að ræða. Svo hafi einfaldlega ekki verið. Það hafi ekki verið vitneskja eða vilji til að svindla á fólk.
Mannlíf mun fylgjast með réttarhöldunum á næstunni og fjalla um málaferlin.