Miðvikudagur 5. mars, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hópur afbrotaunglinga nappaður á Sauðárkróki – Innbrot, búðar- og jólaskrautsþjófnaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur afbrotaunglinga var handsamaður á Sauðárkróki í desember árið 1980 en höfðu þeir þá stolið úr verslunum í bænum fyrir hátt á fjórðu milljón króna.

Í einhvern tíma á seinnihluta ársins 1980, hafði stór hópur afbrotaunglinga á Sauðárkróki gert það sem „starfsheiti“ þeirra ber með sér, framið afbrot víðsvegar um bæinn. Ekki höfðu þeir einungis brotist inn í verslanir í hinum fagra bæ, á nóttunni, heldur stálu þeir einnig vörum úr búðum á daginn. Þá lögðust þeir svo lágt eina nóttina eftir að jólaskraut hafði verið hengt upp af bænum í aðal verslunargötu Sauðárkróks, að stela öllum jólaljósum nóttina á eftir.

Lögreglan hafði að lokum hendur í hári þriggja unglinga en talið var að hópurinn væri mun stærri, eða um 15 manns. Tekið var sérstaklega fram í frétt Dagblaðsins um málið, að tveir þeirra sem nappaðir voru, hafi verið einn verið heimamaður og tveir aðkomumenn frá Blönduósi og Skagaströnd.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins frá 18. desember 1980:

Hópur afbrotaunglinga gómaður á Sauðárkróki:

Stöðug innbrot, þjófnaöir og skemmdarverk

- Auglýsing -

fundið þýfi skiptir milljónum króna. Bæði aðkomuunglingar og heimamenn í hópnum

Lögreglan á Sauðárkróki kom upp um afbrotahring unglinga i bænum í síðustu viku. Hópur þessi hefur þráfaldlega brotizt inn í verzlanir að næturlagi, stolið úr búðum á daginn og unnið skemmdarverk í bænum. Að sögn Guðmundar Pálssonar lögregluþjóns á Sauðárkróki í morgun, hefur fundizt þýfi fyrir á fjórðu milljón. Þar af hefur fundizt þýfi úr Radíó- og sjónvarpsþjónustunni fyrir u.þ.b. 2,7 milljónir króna. Aðallega hafa staðið fyrir innbrotunum þrír aðkomuunglingar, sem búið hafa sér í íbúð með nokkrum öðrum. Hópurinn er þó mun stærri og taldi Guðmundur að alls hefðu um 15 unglingar staðið að þjófnuðunum og skemmdarverkunum, bæði aðkomuunglingar og heimamenn. „Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera í alls konar þjófnuðum og innbrotum hér að undanförnu,” sagði Guðmundur. Talið er að þrír þeir iðnustu hafi brotizt í allt 12 sinnum inn í Radíó og sjónvarpsþjónustuna. Þá brutust þeir einnig inn í verzlunina Rafsjá. Unglingahópurinn lét einnig greipar sópa í verzlunum kaupfélagsins að degi til, verzluninni Tindastóli, byggingarvöruverzlun og hótelinu. Þýfið er hið fjölbreytilegasta, verkfæri, hljómflutningstæki, hljómplötur, kjöt og harðfiskur svo nokkuð sé nefnt. Aðal verzlunargatan á Sauðárkróki var lokuð umferð á laugardag og umhverfi skreytt með jólaljósum og jólatrjám. Unglingarnir tóku sig hins vegar til aðfaranótt sunnudags og stálu öllum jólaljósunum og nokkrum jólatrjám. Unglingunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Aðkomupiltarnir eru frá Blönduósi og Skagaströnd, en ekki liggur fyrir hvenær þjófnaðirnir hófust. Vegna mikilla anna lögreglunnar að undanförnu liggur lögregluskýrsla ekki fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -