Valkyrjustjórn Kristrúnar Frostadóttur leggur til að lög um orlof húsmæðra verði lögð niður en tillaga um slíkt kom í samráðsgátt um hagræðingu í ríkisrekstri.
„Sveitarfélögum hefur frá 1960 verið gert skylt að greiða í orlofsnefnd húsmæðra. Lögin endurspegla ekki lengur íslenskan raunveruleika, eru í andstöðu við jafnrétti kynja og skulu falla brott. Lögin taka ekki beint til fjárhags ríkisins, en eru til einföldunar og lækkunar á skattgreiðslum almennings,“ segir í tillögum sem ríkisstjórnin kynnti nú fyrir stuttu.
Lögin voru fyrst kynnt til sögunnar árið 1972 og hefur komið upp við og við á undanförnum árum að afnema þau en það hefur þó ekki verið gert hingað til. Samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar stendur til að afnema lögin á þessu ári.