Ágúst Ólafur Ágústsson skrifað hugvekju um einveru á Facebook í morgun.
Þingmaðurinn fyrrverandi, Ágúst Ólafur Ágústsson velti fyrir sér á Facebook, einveru fólks sem komið er af léttasta skeiðinu og börnin flogin úr hreiðrinu. Með færslunni birti hann mynd sem sýnir þróunina í ævi fólks. Færslan byrjaði á eftirfarandi hátt:
„Í gær hitti ég góða og gamla vini. Eins og allir miðaldra feður ræddum við m.a. um vináttu og tímann sem einhvern veginn flýgur áfram. Hugur minn leiddi mig að þessari mynd sem sýnir hversu mikið einveran eykst eftir 40-45 ára aldur.
Tími með maka og vinnufélögum er svipað mikill fram til 55 ára (og skiptir því máli að vanda valið í þeim efnum.“
Í seinni hluta hugvekjunnar, sem vakið hefur athygli lesenda, segir Ágúst að einmanaleiki hafi verið skilgreindur sem faraldur og bendir á að góðir vinir séu gulls ígildi en það þurfi að rækta vináttuna og skipuleggja hana, til að halda henni.