Mánudagur 23. desember, 2024
-0 C
Reykjavik

Lögreglumenn á vakt ekki séð aðra eins tölu á áfengismæli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ölvaður ökumaður á Suðurnesjunum sló einhvers konar met í vikunni.

 

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að fyrr í vikunni hafi lögreglu verið tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar. Þegar lögreglumenn náðu tali af ökumanninum kom í ljós að hann hafði slegið einhvers konar met. Ökumaðurinn var látinn blása í áfengismæli og sýndi mælirinn 4,1 prómill.

„Ljóst var strax að ökumaður var alls ekki í standi til að aka bifreið og í raun var hann ekki í standi til að vera á fótum. Honum var kynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann beðinn um að blása í áfengismæli og má sjá útkomuna á meðfylgjandi ljósmynd,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslu á Facebook.

Þar kemur fram að lögreglumenn á vakt, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum. „Vonandi sjáum við aldrei aftur svona tölu.“

Þá kemur fram að ökumaðurinn á von á langri ökuleyfissviptingu og hárri sekt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -