Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra.
„Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“
„Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið.“
Þetta segir Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri í tölvupósti sem hún hefur sent starfsmönnnum leikhússins, en í því greinir hún frá því að hún hafi sótt um stöðu Þjóðleikhússtjóra.
„Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár,“ segir Kristín ennfremur, en Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, eru einnig á meðal umsækjenda um starfið.
Krístin hefur gegnt stöðu Borgarleikhússtjóra frá árinu 2014, en hún tók við starfinu af Magnúsi Geir, þegar hann söðlaði um og tók við starfi útvarpsstjóra.