Sunnudagur 9. mars, 2025
3.8 C
Reykjavik

Illugi varar við ritskoðun „nýfasismans og gagnsóknar feðraveldisins“ – Eyða skjölum um Enola Gay

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson varar við ritskoðun „nýfasismans og gagnsóknar feðraveldisins“.

Fjölmiðlamaðurinn orðsnjalli, Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann vekur athygli á þeirri furðulegu staðreynd að Bandaríkjastjórn Donalds Trump, hyggist nú láta þurrka út öllum opinberum skjölum um flugvélina sem varpaði fyrstu kjarnorkusprengjunni á borgaralegt skotmark í sögunni, Enola Gay.

„Bandaríkjastjórn ætlar að láta þurrka út úr opinberum skjölum allar tilvísanir til B-29 sprengjuflugvélarinnar Enola Gay, þar á meðal á að fjarlægja þessa ljósmynd. Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að Bandaríkjastjórn sé farin að skammast sín fyrir það að þessi flugvél varpaði fyrstu kjarnorkusprengjunni á Hírósjíma 1945, heldur að nafn vélarinnar (sem var nefnd eftir móður flugmannsins) inniheldur orðið „Gay“ sem núverandi Bandaríkjastjórn telur að geti verið hvetjandi fyrir samkynhneigða. Þessi saga mun, ótrúlegt nokk, vera dagsönn.“

Varar Illugi að lokum við ritskoðun nýfasistmans:

„Á Vesturlöndum hafa sumir síðustu árin haft miklar áhyggjur af ritskoðun/sjálfsritskoðun sem fylgi „góða fólkinu“, „öfgafemínisma“ og „vók-liðinu“. Það má alveg en sú ritskoðun nýfasismans og gagnsóknar feðraveldisins sem nú er að rísa mun verða mörgum, mörgum, mörgum sinnum hættulegri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -