Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er af flestum í íslensku samfélagi ágætlega metinn. Hann er Framsóknarmaður með stóru effi og fáir núlifandi menn sem toppa hann í þeim efnum nema mögulega Guðni Ágústsson. Hann virðist þó vera búinn að missa dampinn og eldmóðinn miðað við skrif hans í Morgunblaðinu um helgina. Þar hendir hann fram 500 innantómum orðum um utanríkisstefnu landsins án þess að hafa neitt áhugavert, merkilegt eða nýtt að segja. Þarna er aðeins verið að minna á að Framsóknarflokkurinn sé vissulega til og er á móti ESB, eins og alþjóð veit.
Sigurður hefur verið á Alþingi síðan árið 2009 og eftir úrslit alþingiskosninganna 2024 hefði hann átt að segja af sér og leyfa nýrri kynslóð Framsóknarmanna skrifa greinar um eymdina í ESB og hina stórmerkilegu íslensku kú.
Því miður fyrir flokkinn féllu allir líklegir arftakar Sigurðar af þingi, þar á meðal varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir, og neyðist hann því að sitja áfram þar til fundinn er vænlegur arftaki …