Mánudagur 10. mars, 2025
4.8 C
Reykjavik

Tugir landsfundagesta fengu sekt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið var fjallað um landsfund Sjálfstæðisflokksins í öllum fjölmiðlum en hann var haldinn var í Laugardalshöll 28. febrúar til 2. mars.

Á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins eftir baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Snorra Ásmundsson. Þá var Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður en hann sigraði Diljá Mist Einarsdóttur í kosningu þeirra á milli um embættið.

Mannlíf fjallaði um ástandið sem skapaðist fyrir utan höllina á meðan landsfundinum stóð yfir en tugum bíla var lagt ólöglega alla daga sem hann var haldinn. Mannlíf hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að fá upplýsingar um hversu margir fengu sekt við og í grennd við Laugardalshöll þá daga sem landsfundur stóð yfir en þegar ljósmyndari mætti á svæðið var lögreglan við sektarstörf.

Samkvæmt Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni umferðardeildar hjá lögreglunni, voru 69 sektir settar á bíla á svæðinu 28. febrúar til 2. mars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -