Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir tveimur prestum til þjónustu við Fossvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og hefur verið tilkynnt um hvaða einstaklingar hafa fengið stöðurnar.
Um er að ræða tvær konur en önnur þeirra er séra Laufey Brá Jónsdóttir en hún hefur verið sóknarprestur í Setberegsprestakalli síðan 2023. Laufey hefur margs konar menntun en kláraði leiklistarnám í LHÍ og muna eflaust margir eftir henni úr kvikmyndinni Íslenski Draumurinn þar sem hún fór með hlutverk Silju. Hún er einnig með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og er með menntun markþjálfa. Þá starfaði hún lengi sem ráðgjafi hjá Kvennaathverfinu.
Þá var séra Sigríður Kristín Helgadóttir einnig ráðin að fullu en hún hafði verið í afleysingum síðan síðasta vetur. Hún hafði áður starfað sem sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli frá 2020.