- Auglýsing -
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um að farið verði framkvæmdir á hraðahindrunum í borginni en áætlað er að þær muni kosta 200 milljónir króna. Um er endurgerðir á hraðahindrunum að ræða.
Verkefnið felur í sér jarðvinnu, malbikun, uppsetningu umferðarmerkja og yfirborðsmerkinga, auk lagningar granítkantsteina og upprampa samkvæmt borginni og er áætlað að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Þá verður götunum að einhverju leyti lokað meðan verkefnið stendur yfir.
Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir:
- Við Álfheima í Laugardal
- Við Skeiðarvog í Laugardal
- Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi
- Við Langarima í Grafarvogi
- Í Norðurfelli við Fannarfell
- Í Norðurfelli við Eddufell
- Í Suðurhólum
- Í Austurbergi við Suðurhóla
- Í Vesturhólum við Arahóla