Madonna sendi frá sér umdeilt myndband í gær sem er ádeila á skotárásir og byssulöggjöf Bandaríkjanna.
Tónlistarkonan Madonna segir að umdeilt tónlistarmyndband við lag hennar GodControl eigi að vekja fólk til umhugsunar. Myndbandið birtist á Youtube-síðu Madonnu í gær og síðan þá hefur hún hlotið mikla gagnrýni frá fólki sem þykir myndbandið of gróft. Madonna hefur þó einnig hlotið mikið lof fyrir myndbandið. Í myndbandinu má sjá fólk skotið til bana á skemmtistað.
Tónlistarmyndbandið hefur vakið reiði meðal þeirra sem lifðu af skotárás sem gerð var á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í júní árið 2016. Þar létust 49 og tugir særðust. PatienceCarter er ein þeirra sem lifði af. Hún segir nýja myndband Madonnu svo sannarlega vera óhugnanlegt. „Ég gat ekki hoft á meira en 45 sekúndur,“ skrifaði Carter á Twitter. Hún tekur þó fram að hún kunni að meta tilraun Madonnu til að vekja athygli á málstaðnum.
I couldn’t even watch after the first 45 secs @Madonna There are so many creative avenues that could’ve been taken to bring awareness to gun control. The Victims of these mass shootings should always be taken into consideration. I applaud the attempt, but I am truly disturbed. https://t.co/n8VO2KfpNR
Viðbrögð Madonnu við gagnrýninni er að benda á að tilgangur myndbandsins sé að vekja fólk til umhugsunar um skotárásir og byssulöggjöf. Í viðtali við Peoplesegir hún skotárásir vera stærsta vandamál Bandaríkjanna. „Ég gerði þetta myndband til að vekja athygli á þessu vandamáli sem þarf að taka á. Ég þoli þetta ekki lengur.“
Myndband Madonnu við lagið GodControl má sjá hér fyrir neðan.