Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um umdeildan sykurskatt.
Í síðustu viku kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra áætlun sem Embætti landlæknis hefur unnið að um aðgerðir til að draga úr neyslu sykurs.
Svandís vill beita skattlagningu til að draga úr sykurneyslu landsmanna og skrifaði um það grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. júní. „Það er mín skoðun að skattlagning ætti að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja langvinna sjúkdóma,“ skrifaði Svandís.
Tillaga Svandísar hefur vakið misjöfn viðbrögð og mikil umræða um sykurskattinn hefur skapast á Twitter. Allir virðast hafa skoðun á málinu.
„Sykur er ávanabindandi eins og fíkniefni og getur haft allskyns hræðileg áhrif. Að segja að sykurskattur sé fitufóbía er ekki satt,“ skrifar einn notandi Twitter. „Sykurskattur er forræðishyggja og ekkert annað. Veitið fólki hærri lýðheilsustyrki, finnið leiðir til að hvetja fólk til hreyfingar og heilsueflandi lífstíls með því að lækka verð á gæðamiklum, hollum mat,“ skrifar annar.
Fólk sem vill sykurskatt, m.a. til að fjármagna kostnaðinn sem ofneysla sykurs veldur á heilbrigðiskerfið, er það ekki sama fólk og vill almannatryggingakerfi þar sem heilbrigðisþjónusta er ókeypis? Er þetta ekki þversögn?
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) June 26, 2019
Heilbrigðisyfirvöld eru ekki best til þess fallin til að ákveða skattastefnu ríkisins. Burtséð frá ásetningi.
Sykurskattur á sykurlausa gosdrykki er óhollustuskattur, er það í alvörunni góð hugmynd?
Svona fyrir utan það að svona neysluskattar hafa langmest áhrif á fátæka.
— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 26, 2019
Sykur er ávanabindandi eins og fíkniefni og getur haft allskyns hræðileg áhrif. Að segja að sykurskattur sé fitufóbía er ekki satt
— sindri hannesson (@skitbuxi) June 26, 2019
Pottþétt ekki. Sykurskattur er valdabrölt þess sem leggur hann til.
— Sigurgeir Orri (@sigurgeirorri) June 26, 2019
Sykurskattur er vond hugmynd en umræðan á báða boga er eiginlega verri.
— Sveinbjörn (@sveinbjornp) June 25, 2019
Einhver, 2016: Skattur er ofbeldi
Twitter: loool, djös lúði
Landlæknir: Sykurskattur?
Twitter: SKATTUR ER OFBELDI!!!!— Addi (@addininja) June 25, 2019
Í versta falli dregur sykurskattur ekki úr neyslu sykurs en skilar engur að síður auknum skatttekjum sem er má nota til móts við kostnað hins opinbera / heilbrigðiskerfisins af neyslu þessa eiturs.
— Andri Valur (@andrivalur) June 25, 2019
Það er rosa sykurskattur hér í DK og hann er óþolandi því hann er líka á hlutum með hátt fituinnihald þannig það er aukaskattaálögn á hnetum líka. Auk þess sem ég elska nammi og er ósammála sykurskatti.
— vísundamaður 🐀 (lilja) (@smjorfluga) June 25, 2019
Sykurskattur er forræðishyggja og ekkert annað. Veitið fólki hærri lýðheilsustyrki, finnið leiðir til að hvetja fólk til hreyfingar og heilsueflandi lífstíls með því að lækka verð á gæðamiklum, hollum mat. Þetta var miðaldra skoðun dagsins, takk fyrir mig.
— Silja Björk (@siljabjorkk) June 24, 2019
Sykurskattur, rétt eins og allur flatur skattur, bitnar mest á þeim sem eiga minnst, ég hélt að þetta mál væri útrætt.
— Húmfreyr Sjókort🦆 (@Sjomli) June 25, 2019
Ég er team sykurskattur. Væri fínt samt ef hollar vörur mundu lækka í þokkabót
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) June 24, 2019
Gott að hafa í huga það er ekki verið að fara setja neinn sykurskatt. Þessi umræða er sett af stað eins og áfengisfrumvarpið. Sjálfstæðismenn geta nú látið eins og þeir séu einhverjir frjálslyndir hægrimenn i nokkra daga og allir í ríkisstjórninni eru sáttir.#islenskahægrið
— Máni Pétursson (@Manipeturs) June 26, 2019