- Auglýsing -
Sávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið fiskveiðikvóta næsta árs. Samkvæmt ráðleggingu Hafrannsóknarstofnunnar hefur kvótinn verið aukinn. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.
„Staða þorskstofnsins er sterk og því verða aflaheimildir í þorski auknar um 3%, úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn.”
Aflamark ýsu mun þó dragast saman um 28%. Það er gert vegna þess að spá um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir. Ákvörðunin er jafnframt tekin vegna breyttra aflareglu þar sem veiðihlutfall er lækkað úr 0,4 í 0,35. „Aflamark ufsa verður aukið um 2% en veiðiheimildir fyrir gullkarfa, grálúðu og síld lækka. Þess ber að geta að aflamark fyrir mikilvæga uppsjávarstofna verður ákveðið síðar á árinu.”