- Auglýsing -
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi. Gæsluvarðhaldið stendur til 18. júlí.
Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en einum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar fyrr í mánuðinum.
Rannsóknin snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Alls voru sjö handteknir í aðgerðunum og ráðist var í níu húsleitir. Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í baráttu lögreglunnar gegn skipulagðri brotastarfsemi.