Þrír voru handteknir grunaðir um líkamsárás í gærkvöldi. Áverkar á þolenda voru misalvarlegir. Gerendur voru allir vistaðir í fangageymslu samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu að matvöruverslun í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Öryggisvörður hafði afskipti af konu sem var grunuð um þjófnað. Konan brást illa við og minniháttar átök enduðu með því að konan beit öryggisvörðinn í handlegg. Öryggisvörðurinn þurfti að leita á slysadeild. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi þjófnað.
Ökumaður var stöðvaður í gærkvöldi vegna grun um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var einnig sviptur ökuréttindum. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Kvöldið og nóttin var með rólegra móti hjá lögreglu en 63 mál voru bókuð á tímabilinu 17:00-05:00.