Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fjárlaganefnd leggur til að 300 milljónir verði færðar frá þróunarsamvinnu til NATO

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjárlaganefnd leggur til að um 300 milljónir verði færðar frá alþjóðlegri þróunarsamvinnu til starfsemi NATO. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar og þar kemur einnig fram að alls skuli framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu lækka um 600 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónir verði færðar á málefnasvið sem kallast „4 Utanríkismál“ og er í raun framlag til NATO, en talað er um nauðsyn þess að „bregðast við uppsafnaðri viðhaldsþörf og tryggja óbreytta starfsemi varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli.“

Hinn helming lækkunarinnar segir nefndin að sé tilkomin vegna nýrrar þjóðhagsspár Hagstofunar þar sem gert er ráð fyrir að vergar þjóðartekjur verði öllu minni en gert var ráð fyrir við gerð fjármálaáætunar fyrir árin 2020-24 og „gefur það svigrúm til þess að lækka framlögin til sviðsins um liðlega 300 millj. kr. Á ári,“ en í stjórnarsáttmála er miðað við að framlögin séu reiknuð sem hlutfall af þjóðartekjum. Framlag Íslands í málaflokknum er hlutfallslega langlægst Norðurlanda og þrátt fyrir þverpólitíska sátt árið 2013 um að stefna á að ná því markmiði að 0,7 prósent vergrar þjóðarframleiðslu rynni til þróunarsamvinnu (sem er alþjóðlegt viðmið) árið 2019 stefnir núverandi ríkisstjórn aðeins á að hækka það framlag í 0,35 prósent vegna stjórnarsáttmála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -