Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Vigdís Hauksdóttir kvartar yfir eineltisteymi og kallar það „rannsóknarrétt ráðhússins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, virðist telja eineltis- og áreitniteymi Reykjavíkurbogar samsvara stofnun rannsóknarréttar. Vigdís er sökuð um einelti í bréfi sem barst henni frá Reykjavíkurborg og hún birtir á Facebook-síðu sinni.

„Til hamingju með daginn – búið er að virkja rannsóknarrétt ráðhússins …!!!“ Svo bætir hún við að hún sé kjörin fulltrúi Reykvíkinga og stolt af því. Loks tekur hún sérstaklega fram að hún sé ekki „dýr í hringleikahúsi“ og vísar í dóm héraðsdóms frá árinu 2017, en þar var Reykjavíkurborg dæmd til þess að greiða starfsmanni skaðabætur upp á 1,5 milljón króna vegna framkomu Helgu Bjargar í garð starfsmanns. Þar sá dómari ástæðu til þess að minna Helgu Björg sérstaklega á að undirmenn hennar væru ekki „dýr í hringleikahúsi yfirmanna,“ sem skýrir vísun Vigdísar betur.

Í bréfinu sem sent var Vigdísi er rætt um stofnun eineltis- og áreitniteymi Ráðhússins, sem skuli starfa samkvæmt samþykktum verkferlum gegn einelti, áreitni og ofbeldi samkvæmt skyldum sem hvíla á Reykjavíkurborg samkvæmt lögum.

Þá er teyminu ætlað að annast upphafsathugun á kvörtunum starfsfólks borgarinnar vegna kjörinna fulltrúa. Þar kemur að aðalinnihaldi bréfsins; Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri í ráðhúsinu hefur sakað Vigdísi um einelti í sinn garð. Þá liggi fyrir að sérhæfður og óháður aðili verði falið að rannsaka málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -